Áhugi á Íslandi eykst talsvert samkvæmt leitum á Google

Áhugi fólks á Íslandi er sérstakt áhugamál okkar, enda eru svo margir okkar viðskiptavina sem treysta á upplýsingar af þessu tagi. Í dag, þann 24. mars 2021 finnst okkur mjög gaman að sjá að loksins er fólk að leita meira að Íslandi í leitarvélum. Að vissu leyti tengjum við það við eldgosið litla á Reykjanesi en vonandi er samt áhugi á ferðalögum hingað almennt að glæðast.

Athugið að þið getið smellt á flipana til að sjá fleiri gögn!

Flokkarnir hér að ofan sýna í hvaða samhengi fólk sýnir Íslandi áhuga þegar það leitar. T.d þegar leitað er að Íslandi í flokknum “Ferðast” þýðir það að leit viðkomandi að Íslandi tengdist á einhvern hátt ferðalagi eins og t.d “ferðatakmarkanir til Ísland” eða “hvernig er að ferðast til Íslands?” á meðan að viðfangsefnið “Áfangastaður” væri t.d “strendur á Íslandi” eða “fossar á Íslandi”. Að sjálfsögðu gefum við okkur það að “Jarðfræði” tengist því þegar fólk er að leita að upplýsingum um Geldingagosið (Litla-Hraun? Fagrahraun? Ræfilsgosið?) sem er yfirstandandi.

En bíðið, við erum með meira þessu tengt!

Endilega kíkið á síðuna okkar þar sem eru meira lifandi upplýsingar um leitir sem tengjast ferðalögum til Íslands og áhuga ferðalanga á til dæmis flugi og hótelgistingu hérlendis. Hún uppfærist stöðugt og það verður mjög spennandi að sjá þróunina þar á næstu vikum.