Lýsing á námskeiðinu
Einkanámskeið í markaðssetningu á netinu er vefnámskeið sem tilvalið fyrir fólk sem vill bæta þekkingu sína almennt eða vinna með einhverja ákveðna hluti sem tengjast markaðssetningu á netinu. Til dæmis gæti námskeiðið snúist í kringum markaðssetningu á nýrri viðskiptahugmynd, kennslu í Google ads, Google Analytics, Facebook-auglýsingum eða verið vinnustofa í leitarvélabestun. Nú eða blanda af þessu öllu. Námskeiðið er sérsniðið að þörfum hvers nemanda og námskeiðshlutar geta verið samsettir úr einhverju eða öllu af eftirfarandi:
- Google-auglýsingar
- YouTube-auglýsingar
- Google Analytics
- Google Tag Manager
- Facebook- og Instagram-auglýsingar
- Google Search Console
- Leitarorðagreiningar
- Leitarvélabestun
- Skrif fyrir leitarvélar (og fólk)
- Efnismarkaðssetning
- Stefnumótun
- Gerð markaðsefnis fyrir vefinn
- Flest annað sem fólki dettur í hug og vill læra meira um í sambandi við markaðssetningu á netinu
Hægt er að vinna með ímynduð dæmi eða í tengslum við fyrirtæki sem nemandinn tengist.
Leiðbeinendur
Einn eða fleiri af eftirfarandi leiðbeinendum koma að námskeiðinu, allt eftir þörfum:
- Þór Matthíasson
- Þór, sem er meðal annars með M.sc gráðu í alþjóðaviðskiptum og vottanir frá Google, hefur komið að fjölda herferða á netinu sem hafa unnið til alþjóðlegra verðlauna. Hann er vinsæll fyrirlesari um flest sem tengist markaðssetningu á leitarvélum, gagnagreiningum, öryggismálum og YouTube.
- Lilja Þorsteinsdóttir
- Lilja, sem er meðal annars með MPA gráðu og hefur setið fjölda námskeiða sem tengjast nýsköpun og viðskiptaþróun, er einnig með vottanir frá Google og SEMrush í leitarherferðum og tæknilegri leitarvélabestun. Lilja er sérfræðingur í skrifum fyrir leitarvélar, efnismarkaðssetningu og sýnileika á leitarvélum.
- Diemut Haberbusch
- Diemut, sem er meðal annars með B.sc gráðu í tölvunarfræði, er sérfræðingur í leitarvélabestun og vottaður Google ads sérfræðingur. Hún hefur veitt ráðgjöf í leitarvélabestun og samkeppnisgreiningum á netinu í fjölda ára.
- Hreiðar Smári Marinósson
- Hreiðar, sem er meðal annars margmiðlunarfræðingur, er sérfræðingur í öllu sem viðkemur auglýsingum á samfélagsmiðlum eins og Facebook, Instagram, LinkedIn of fleirum. Hann hefur sett upp og stýrt fjölda stórra alþjóðlegra herferða, veitt ráðgjöf í stefnumótun á samfélagsmiðlum og er með margra ára reynslu af markaðssetningu á vefmiðlum.
- Guðbjörn Dan Gunnarsson
- Beggi Dan er einn reynslumesti ráðgjafi landsins í markaðssetningu á netinu. Hann sérþekking liggur í óhefðbundinni og útsmoginni markaðssetningu, stefnumótun og öflugri yfirsýn yfir verkefni.
Lengd námskeiðs, verð, tímasetningar og frekari upplýsingar
- Námskeiðið er 4 klukkustundir á Zoom eða öðru vefsamskiptaforriti. Hægt er að skipta tímunum á milli tveggja daga ef það hentar betur.
- Áður en námskeiðið hefst verður dagskrá búin til eftir samkomulagi.
- Hægt er að bóka námskeið á fimmtudögum eða föstudögum.
- Athugið að hægt er að sækja um námsstyrk hjá flestum stéttarfélögum.
- Verð er 89.000 kr með virðisaukaskatti.
Skráning er með tölvupósti á netfangið lilja@svartigaldur.is