Erum við að leita að þér?
Svartigaldur leitar að reynslumiklum sérfræðingi í auglýsingum á stafrænum miðlum.
Helstu verkefni og ábyrgð:
* Uppsetning herferða á samfélagsmiðlum og leitarvélum
* Umsjón með herferðum á samfélagsmiðlum og leitarvélum
* Ráðgjöf til viðskiptavina
* Skýrslugerð
* Greiningar
Menntunar- og hæfniskröfur:
* Menntun sem nýtist í starfi
* Google ads vottanir
* Facebook Blueprint vottanir eru kostur
* Mikil reynsla af Google Analytics og ámóta tólum
* Árangursmikil reynsla af auglýsingakerfum helstu vefmiðla og leitarvéla
* Árangursmikil reynsla af uppsetningu og umsjón með stórum, alþjóðlegum auglýsingaherferðum á vefmiðlum
* Miklir skipulagshæfileikar
* Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og metnaður í starfi
* Greiningarhæfileikar
* Frábærir samskiptahæfileikar
Aðrir góðir kostir:
* Tungumálakunnátta
* Þekking á fleiri hliðum stafrænnar markaðssetningar (t.d. leitarvélabestun)
* Einhver þekking á grafískri hönnun, myndbandsgerð o.fl. í þeim dúr
Umsóknir sendist til: eydis@svartigaldur.is