Leitarorðagreining er nauðsynlegur hluti af leitarvélabestun. Í fyrri umfjöllunum mínum um leitarvélabestun hefur komið fram að hún geti verið nokkuð flókið fyrirbrigði, enda eru leitarniðurstöður sveiflóttar og háðar ýmsum reglum sem er miserfitt að hlíta. En eitt er alveg ljóst: Alla leitarvélabestun á að byggja á ítarlegri leitarorðagreiningu! Auðvitað er mjög mikilvægt að laga tæknilegar
CategoryLeitarvélabestun (SEO)
Leitarvélabestun (SEO – search engine optimization) er regnhlífarhugtak yfir aðferðir sem hægt er að beita til að koma vefjum ofar í leitarniðurstöðum. Leitarvélabestun skiptist í nokkra hluta eins og tæknilega leitarvélabestun, bestun á vefsvæði og bestun utan vefsvæðis.
Þegar nýr vefur er settur í loftið er mjög mikilvægt að huga að bestun vefsvæðisins frá byrjun. Ef hann kemur í staðinn fyrir eldri vef er enn mikilvægara að skoða báða vefina og bera saman. Því oft tapar nýi vefurinn sýnileika í leitarvélum. Við skoðum alltaf og kortleggjum sýnileika gamla vefsins og gerum okkar besta til að hann haldist á þeim nýja.
Leitarvélabestun er alltaf gerð með það að markmiði að hámarka sýnileika í leitarvélum eins og Google. Algrím leitarvélana tekur stöðugum breytingum. Það þýðir að við erum stöðugt að uppfæra okkar þekkingu til að fylgja nýjustu stefnu og straumum.
Við hjá Svartagaldri veitum alhliða ráðgjöf í sambandi við leitarvélabestun. Við gerum ítarlegar úttektir á gömlum og nýjum vefjum og hjálpum til við að leysa úr tæknilegum vandamálum. Þetta þýðir oftar en ekki að við erum í miklum samskiptum við vefforritara og vefstjóra sem innleiða breytingarnar sem við leggjum til. Stundum innleiðum við þær sjálf, það er alltaf gert eftir samkomulagi og eftir þarfagreiningu hjá viðskiptavininum.
Það skemmtilega við bestun fyrir leitarvélar er að horfa á vefi skríða hærra upp í leitarniðurstöðum. Það getur gerst á löngum tíma en oftast verða viðskiptavinir fljótlega varir við aukningu í sölu og umferð í gegnum vefinn.
Leitarvélabestun er dálítið eins og að byggja hús – leiðarvísir um tæknilega leitarvélabestun
Leitarvélabestun vefst skiljanlega fyrir mörgum sem eru að reyna að koma vefnum sínum efst í leitarniðurstöður. Ég útskýri mjög oft fyrir fólki hvernig hún virkar og reyni að gera það á mannamál. En ég sé stundum lífsvilja þeirra þverra (kannski ekki alveg svo dramatískt samt) þegar kemur að tæknilegum atriðum og hvernig þetta hangir allt
Hvað er markaðssetning á netinu?
Markaðssetning á netinu er nokkuð vítt hugtak og reynsla mín sýnir að fólk leggur ólíkan skilning í það. Í mínum huga skiptist hún í nokkra hluta sem ég ætla að útlista. Í rauninni segir þetta sig sjálf: vefmarkaðssetning er þegar vara eða þjónusta er markaðssett eftir þeim leiðum sem eru í boði á netinu. Við
Ekki skrá ömurleg lén (í alvörunni!)
Ég þekki það mjög vel að eiga í vandræðum með að velja lén. Það er jú að mjög mörgu að huga og mikilvægt að vanda valið. Ég hef séð fólk kaupa lén í fljótfærni og lenda í vandræðum með þau seinna þannig að ég mæli sterklega með því að fólk gefi sér smá umhugsunartíma og