Efnismarkaðssetning (content marketing)

Efnismarkaðssetning (content marketing)

Efnismarkaðssetning (e. content marketing) er lykillinn að því að finnast í leitarvélunum þegar fólk er að leita að vörum eða þjónustu sem þú býður upp á. Gæðaefni er grínlaust gulls ígildi á vefnum þínum. Fólk nennir ekki að lesa leiðinlegan texta, óspennandi vörulýsingar eða algjörlega andlausar bloggfærslur. Og það sem verra er: leitarvélarnar eru heldur ekkert hrifnar af of almennum og illa skrifuðum texta. Við hjá Svartagaldri erum með starfsfólk sem skilur hvað leitarvélar vilja, og síðast en ekki síst hvað fólk vill lesa á netinu.

Höfundarnir okkar geta sett sig í hvaða gír sem er, eftir því um hvaða fyrirtæki eða vöru er að ræða, enda allir sérfræðingar í content marketing á netinu. Ef þú þarft á grafalavarlegri lýsingu á múrsteini að halda eða einstaklega fyndnum bloggpósti um veðrið þá reddum við því. Ef vefurinn þinn hljómar ekki nógu spennandi getum við gert allsherjar yfirhalningu á honum. Við erum alvön því að fylgja vörumerkjahandbókum og “tone of voice” leiðbeiningum alþjóðlegra stórfyrirtækja og að hjálpa fyrirtækjum að finna sína rödd eða slípa hana til. Það er gríðarlega vinsælt að koma til okkar í bloggáskrift þar sem við skrifum leitarvélavæn blogg, mismörg og mislöng, fyrir fyrirtæki og hjálpum jafnvel til við að finna myndir og birta færslurnar á vefnum.

info@svartigaldur.is