Orðsporsgæsla og krísuvöktun á netinu

Orðsporsgæsla og krísuvöktun á netinu

Stjórnendur vilja í auknum mæli fylgjast með orðspori og umræðu á netinu um fyrirtæki og stofnanir. Þegar umræða á netinu fer á flug skiptir sköpum fyrir fyrirtæki að koma auga á hana sem fyrst og geta gripið inn í ef þess þarf. Svartigaldur hjálpar til við að vakta vörumerki, tekur virkan þátt í krísustjórnun með stjórnendum og hefur tæki og tól til að fylgjast með útbreiðslu frétta, umræðu á samfélagsmiðlum og fleiri atriðum sem skipa máli í þessu samhengi.