Samfélagsmiðlar

Samfélagsmiðlar

Markaðssetning á samfélagsmiðlum er alltaf mjög lifandi og skemmtileg.

Umsjón samfélagsmiðla fyrir viðskiptavini er eitthvað sem við gerum vel. Okkur finnst langbest að stilla upp tímalínu fyrir einn mánuð í einu og raða upp efni í samráði við fyrirtækin en það er allur gangur á því hversu oft þau vilja birta efni og hvers konar efni þau vilja. Verkefnin eru því augljóslega alltaf sérsniðin að þörfum hvers og eins og við veitum ráðgjöf ef fólk er ekki alveg með það á hreinu hvað er best að gera, hvaða samfélagsmiðlar henti best og þess háttar.

Markaðssetning með hjálp áhrifavalda er líka eitthvað sem við aðstoðum þig með. Við getum alltaf hóað í áhrifavalda, látið framleiða efni, skrifað það sjálf og ýtt undir áhrifin með auglýsingum ef þess gerist þörf.

info@svartigaldur.is