Leitarvélabestun – SEO

Leitarvélabestun – SEO

Leitarvélabestun á vefsvæði er gríðarlega mikilvæg, sama hvort vefurinn er nýr, gamall, stór eða lítill. Það hefur sýnt sig og sannað hjá okkar viðskiptavinum að langtímaáætlanir varðandi leitarvélabestun, stöðug eftirfylgni og skýr stefna getur skilað gríðarlega miklum tekjum frá lífrænni umferð af leitarvélum. Það kemst enginn “efst á Google” án þess að leggja dálítið á sig, mismikið eftir geirum, en það er ekkert eins ljúft og að sjá sölutölur frá lífrænni umferð aukast jafnt og þétt.

Peningur sem lagður er í leitarvélabestun skilar sér oftast ekki strax eins og með PPC-vefauglýsingar. Vefauglýsingar eru spretthlaup en leitarvélabestun langhlaup sem getur mögulega gefið mun betri arðsemi fyrir fjárfestinguna til lengri tíma litið. Áður en nýr vefur er settur í loftið skal huga sérstaklega að tæknilegri leitarvélabestun.

info@svartigaldur.is