Vefsíðugerð / vefhönnun

Vefsíðugerð / vefhönnun

Það þýðir lítið að ráðstafa peningum fyrirtækis í markaðssetningu á netinu ef vefurinn er illa framsettur eða lélegur. Það er vissulega hægt að kaupa auglýsingar og beina fólki inn á vefinn en ef fólk finnur ekki það sem það leitar að, vefurinn er hægur og svo framvegis, þá staldrar það ekki lengi við.

Við gerum nýja vefi frá grunni og getum í mörgum tilfellum líka flikkað upp á eldri vefi. Að sjálfsögðu vinnum við alla vefi út frá nýjustu stefnum og straumum í leitarvélabestun. Við pössum sérstaklega upp á að nýir vefir missi ekki sýnileika og umferð frá gömlu vefslóðunum.