Svartigaldur hlýtur viðurkenninguna Google Premier Partner!

Nýverið setti Google í loftið endurbætta útgáfu af samstarfsáætlun (e. Google Partner Program) sinni í tengslum við auglýsingamiðla Google. 

Hvernig er nýja Partner Program Google?

Breytingin fólst helst í því að gera samstarfið og flokkunina gegnsærri og að veita æðstu viðurkenninguna, Google Premier Partner, þeim markaðsstofum sem Google metur að séu meðal efstu 3% í hverju landi fyrir sig. 

Tilkynnt var um úthlutanir í síðustu viku og hlutum við hjá Svartagaldri nafnbótina Google Premier Partner fyrir árið 2022. 

Við erum auðvitað í skýjunum með fréttirnar og höfum lagt hart að okkur að verða premier partner. Við erum að sjálfsögðu með allar tilskyldar vottanir en auk þess hafa Google sleggjurnar okkar, Þór Matthíasson og Máté Molnár, náð hreint út sagt undraverðum árangri með auglýsingum á Google-platforminu. 

Við vinnum líka fyrir einhver af stærstu fyrirtækjum landsins sem leggja mikið upp úr því að auglýsa á netinu og þar hefur árangur ekki látið á sér standa. Starfsfólk okkar er einfaldlega með því reyndara í bransanum hérlendis og sú reynsla og innsýn er auðvitað ómetanleg þegar kemur að stefnumótun og ráðgjöf við auglýsingar á netinu.

Um daginn jukum við til dæmis sölu á ÖLLUM VÖRUM hjá rótgrónu 25 ára fyrirtæki um 50% með YouTube-auglýsingu sem sló í gegn, og 90% á vörunni sem verið var að auglýsa! Meira um það síðar. 

Á hverju byggist matið og hvaða skilyrði þarf að uppfylla?

Grunnmatið í samstarfsáætlun Google (Google Partner Program) byggist á þremur meginatriðum: 

  • Frammistöðu: Hversu hátt herferðir sem fyrirtækið keyrir varðandi uppsettningu og bestun skora.
  • Birtingarfé. Hversu mikið birtingafé markaðsstofan hefur umsjón með fyrir sína viðskiptavini.
  • Vottunum. Hversu hátt hlutfall starfsfólks er með tilskyldar Google-vottanir og í hvaða flokkum. Þar með talið leitarorðaherferðum, Svokölluðum shopping-herferðum, myndbandsherferðum, auglýsingaborðaherferðum og fleiri tegundum.

Grunnskilyrðin eru eitthvað sem flestar stafrænar markaðsstofur eiga auðvelt með að uppfylla því þröskuldurinn er ekki svo hár. En til þess að komast í efstu 3% og fá Premier nafnbótina þarf að uppfylla aukalega skilyrði um árangur herferða, vöxt og langvarandi viðskiptatengsl. 

Einnig er mikið horft til þess hversu mikið birtingafé markaðsstofurnar eru að sýsla með fyrir sína viðskiptavini og hversu mikið af vöruúrvali Google-auglýsinganetsins er verið að nota. 

Það sem Svartigaldur er að bralla á Google-platforminum fyrir viðskiptavini sína

Vissulega notum við mikið hefðbundnar leitarauglýsingar sem fólk sér þegar það reynir að finna eitthvað á leitarvél Google en það hefur færst mikið í vöxt að auglýsa á frumlegan hátt á YouTube þar sem við erum fremst í flokki og svo standa borðaauglýsingar alltaf fyrir sínu þegar um er að ræða almennan sýnileika vörumerkis og vörumerkjavitund.

Ekki er bara um viðurkenningu að ræða heldur hefur ný staða Svartagaldurs ýmsa kosti í för með sér, bæði fyrir fyrirtækið og viðskiptavini þess. Má þar helst nefna aðgang að nýjum vörum hjá Google áður en þær fara opinberlega í loftið, aukinn stuðning og aðgang að viðburðum á vegum Google.  

Hér endar montpóstur ársins! 💃

Lilja Þorsteinsdóttir – framkvæmdastjóri Svartagaldurs