Svartigaldur opnar dyrnar formlega

Það er mér sönn ánægja að segja frá því að fyrirtækið okkar, Svartigaldur, er formlega komið á fulla ferð. Þrátt fyrir að mörg ný fyrirtæki í markaðssetningu á netinu hafi verið að skjóta upp kollinum síðustu misseri er greinileg þörf fyrir reynslumikið fólk sem hefur unnið í þeim geira fyrir stórfyrirtæki og alþjóðleg fyrirtæki. Samstarfsfólk mitt er einfaldlega að springa úr þekkingu og brennur allt af áhuga fyrir nýjustu stefnum og straumum, hvort sem það starfar að efnismarkaðssetningu, umsjón auglýsinga á netinu, leitarvélabestun eða umsjón samfélagsmiðla.

Við hjá Svartagaldri vinnum ekki bara við hefðbundna markaðssetningu á netinu heldur erum einnig nýsköpunar- og tæknifyrirtæki. Við erum nú þegar að þróa ýmisleg tól og skemmtilegheit sem ég hlakka til að kynna fyrir fólki seinna meir.

Það má segja að andrúmsloftið hjá okkur sé algjörlega einstakt og framtíðin… svört?

Ég býð ný og kunnugleg andlit velkomin í heimsókn til okkar til að vita meira um hvað galdrarnir snúast.

Lilja Þorsteinsdóttir
Framkvæmdastjóri