YouTube-venjur Íslendinga eru mjög forvitnilegar og sem betur fer getur maður njósnað um þær eins og maður vill. Við hjá Svartagaldri ætlum að fara létt yfir topp 10 leitir á YouTube á Íslandi árið 2018:
Númer 10: ASMR (Autonomous Sensory Meridan Response)
Autonomous sensory meridan Response, betur þekkt sem ASMR, er tíunda vinsælasta YouTube leitin í ár á Íslandi með að meðaltali yfir 4.300 leitir á mánuði.
ASMR er búið að ná miklum vinsældum í ár og á þann heiður að vera á top 10 listanum hjá öllum norðurlandaþjóðunum, vinsælast í Finnlandi.
Við verðum að viðurkenna að okkur finnst ASMR pínu creepy en samt skemmtilegt fyrirbrigði sem væri kannski ekki til ef ekki væri fyrir internetið. Það er erfitt að lýsa því, fólk verður eiginlega bara að prófa.
Maria er með YouTube rásina Gentle Whispering ASMR og er gríðarlega vinsæl í ASMR-heiminum
Númer 10: Minecraft (Tölvuleikur)
Já, það eru tveir sem deila 10. sætinu. Minecraft er sænskur tölvuleikur sem hefur verið í gangi í nær 10 ár og hefur notið gríðarlegra vinsælda hér á landi sem og erlendis. Yfir 90 milljón alþjóðlegir spilarar skemmta sér í Minecraft.
Númer 9: Kids (barnaefni)
‘Kids’ er oftar en ekki notað í leitum þegar íslenskir foreldrar leyfa börnunum að horfa á barnaefni á YouTube. Þetta útskýrir sig sjálft!
Númer 8: Karaoke
Ísland virðist vera söngelsk þjóð þar sem ‘karaoke’ er í 7 sæti!
Númer 7: Funny (hugtak)
Íslendingar leita greinilega mikið að fyndnum myndabútum, Mögulega til þess að hjálpa sér í versta skammdeginu eða því þeim leiðist í vinnunni.
Númer 6: Iceland
Á YouTube er mikið leitað að orðinu ‘Iceland’ og væntanlega eiga ferðamenn sem eru staddir á landinu eitthvað af þeim leitum.
Númer 5: Baby (Baby Shark)
Baby shark er gríðarlega vinsælt barnamyndband sem er nú með yfir tvo milljarða áhorfa. Hugur okkar er hjá íslenskum foreldrum sem neyðst hafa til að hlusta á þennan óþverra trekk í trekk upp á síðkastið. Prófið endilega smá ASMR til að róa taugarnar.
Númer 4: Eurovision
Það kemur kannski ekki mikið á óvart en ‘Eurovision’ kemst BARA á topp 10 lista Íslendinga, af öllum Norðurlandaþjóðum, yfir YouTube-leitir árið 2018. Aðrar þjóðir leita að eðlilegri hlutum.
Númer 3: Trailer
Íslendingar leita oft að trailerum (sýnishornum) á YouTube og var vinælasti trailerinn í ár Avengers: Infinity war. Á eftir honum eru bíómyndirnar IT, Venom og Deadpool 2. Við elskum greinilega ofurhetjur og morðóða trúða.
Númer 2: Fortnite (tölvuleikur)
Fortnite er einn vinsælasti leikurinn í dag með rúmlega 80 miljón spilara. Mikið af efni á YouTube er tileinkað leiknum og fólk liggur hreinlega yfir Fornite-myndböndum.
Númer 1: Music / Songs
Þá komum við að fyrsta sæti, en það hreppir, eins og í svo mörgum öðrum löndum, tónlist. Íslendingar leita ýmist að ‘music’ eða ‘song’ til þess að finna lög til að spila.
Til gamans þá eru hér fyrir neðan topp 10 listar fyrir allar Norðurlandaþjóðirnar til samanburðar. Við settum líka hlekk á Wikipedia síður eða YouTube rásir þar sem við á:
Ísland
- Music / Songs
- Fortnite (Tölvuleikur)
- Trailer
- Eurovision
- Baby (Baby Shark)
- Iceland
- Funny
- Karaoke
- Kids (barnaefni)
- Minecraft (Tölvuleikur) og Asmr (Autonomous sensory meridan Response)
Noregur
- Music / Songs
- Fortnite
- Baby (Baby Shark)
- Minecraft
- Pewdiepie (frægur vloggari)
- Ninja
- Asmr
- Karaoke
- Logan Paul
- Norway
Svíþjóð
- Jocke & Jonna
- Music / Songs
- Fortnite
- Live
- Trailer
- Babblarna (Barnaefni)
- Baby
- Asmr
- Pewdiepie
- Barn
Danmörk
- Music / Songs
- Fortnite
- Dance
- Baby (Babyshark)
- Minecraft
- Asmr
- Ninja
- Kim Larsen
- Gilli (Vinsæll danskur hljómlistamaður)
- Pewdiepie
Finland
- Music / Songs
- Fortnite
- Asmr
- Salkkarit (Finnskir þættir)
- Paqpa (Finnskur vloggari)
- Roni Back (Finnskur vloggari)
- Minecraft
- Pewdiepie
- Nilo22 (Finnsk rokkhljómsveit)
- Bass Boosted (týpa af lögum með miklum bassa)
Athyglisvert að lokum:
- Baby Shark nær ekki á topp 10 listann í Svíþjóð eða Finnlandi en er aftur á móti á topp 5 á Íslandi, í Noregi og Danmörku.
- Ísland og Noregur eru einu löndin þar sem löndin sjálf koma fram í leitum (t.d. Iceland) á Topp 10 listanum.
- Ísland er eina landið þar sem Pewdiepie kemst ekki í top 10 listann.
- Danir eru eina landið þar sem orðið “Dance” kemst á top 10 listann.
- Karaoke kemst eingöngu á top 10 listann hjá Íslandi og Noregi.
- Vloggararnir Pewdiepie, Ninja og Paul Logan eru allir rétt fyrir neðan 10. sætið á íslandi.
Gleðilegt ár frá Svartagaldri!
[gpbadge]
You must be logged in to post a comment.