Starfsfólk og stjórn Svartagaldurs
Samanlögð reynsla teymisins af markaðssetningu á netinu auk stjórnun og stofnun fyrirtækja spannar áratugi.
Teymið

Þór Matthíasson
Þróunarstjóri
Þegar kemur að kostuðum auglýsingum á leitarvélum getum við fullyrt að enginn á landinu hafi eins mikla reynslu og Þór. Af einhverjum ástæðum vinnur heili Þórs ekki eins og heilar annars fólks. Google Ads, má líkja við gríðarlega flókinn köngulóarvef sem leiðir fólk á villigötur. Þór er köngulóin sem skilur vefinn. Vottaður Google Ads sérfræðingur.

Beggi Dan Gunnarsson
Framkvæmdastjóri
Við þorum varla að segja neitt um Begga. Hann er stormsveipur með fallegan heila sem vinnur best í pínulítilli óreiðu. Goðsagnakenndur leitarvélabestari, tónlistarmaður og alhliða markaðsnöttari.

Reynir Grétarsson
Eigandi og stjórnarmaður
Stofnandi og eigandi Creditinfo Group. Atvinnufjárfestir, lögfræðingur, landakortasafnari og frumkvöðull. Hóf ferilinn með músaveiðum á Blönduósi og byggði svo upp fjármálatæknifyrirtæki sem er með starfsemi í um 30 löndum.

Atli Hólmgrímsson
Machine learning / AI
Sagan segir að Atli hafi notað gervigreind til að búa til pítsuuppskrift með sætum kartöflum, bónda-brie og baunum. Sagan segir líka að það hafi verið ógeðslegt og núna noti Atli hæfileika sína einungis til góðra verka. Eins og að smíða brjálæðislega flotta, nýja kerfið okkar.

Eydís Ögn Uffadóttir
Rekstrar- og þjónustustjóri
Sjá einnig: Tæklari, forgangsraðari, yfirböggari, lykiltannhjól. Eydís sér til þess að viðskiptavinir Svartagaldurs séu upplýstir um stöðu mála og allt gangi smurt fyrir sig. Endilega heyrið í henni hvenær sem er sólarhringsins (djók, samt ekki). Það verður einhver hérna að hafa hemil á sköpunarglaða fólkinu og við erum heppin að hún Eydís virðist hafa fæðst umvafin í excel-skjal og elskar að tala við fólk.