Starfsfólk og stjórn Svartagaldurs
Samanlögð reynsla teymisins af markaðssetningu á netinu auk stjórnun og stofnun fyrirtækja spannar áratugi.
Teymið

Lilja Þorsteinsdóttir
Framkvæmdastjóri
Lilja er með ómeðhöndlað ofnæmi fyrir veseni. Hún er sönnun þess að rauðhært fólk er með öllu sálarlaust en bætir það upp með þekkingu og reynslu af rekstri nýsköpunarfyrirtækja og einstökum hæfileikum í að skilja hvers konar efni leitarvélar elska. Er svona gerari.

Máté Molnár
PPC-sérfræðingur
Ungverska undrabarnið sem kom til Íslands fyrir 10 árum síðan og neitar sem betur fer að fara heim aftur. Máté er óþolandi klár í öllu, hvort sem það eru auglýsingar á netinu, blómaræktun eða viðskipti. Svo er hann bara frábær náungi. Allur pakkinn. Vottaður Google Ads sérfræðingur.

Þór Matthíasson
Þróunarstjóri
Þegar kemur að kostuðum auglýsingum á leitarvélum getum við fullyrt að enginn á landinu hafi eins mikla reynslu og Þór. Af einhverjum ástæðum vinnur heili Þórs ekki eins og heilar annars fólks. Google Ads, má líkja við gríðarlega flókinn köngulóarvef sem leiðir fólk á villigötur. Þór er köngulóin sem skilur vefinn. Vottaður Google Ads sérfræðingur.

Diemut Haberbusch
Leitarvélar (SEO) / verkefnastjóri
Einn reynslumesti starfsmaður Svartagaldurs. Diemut er búin að vera að spá í því hvernig maður kemst efst á blað í leitarvélum áður en Google varð til og fólk vafraði um í Netscape Navigator. Hún er ein skipulagðasta kona landsins og sér þess vegna líka um verkefnastjórnun. Vottaður Google Ads sérfræðingur.

Hreiðar Smári Marinósson
Samfélagsmiðlastjóri
Það er ólíklegt að maður finni neinn á landinu sem hefur grúskað og unnið eins mikið í Facebook Business Manager og Hreiðar. Hann gerir ekki bara eitursnjallar og útpældar auglýsingar á flestöllum samfélagsmiðlum heldur kemur hann líka og hjálpar þér að flytja ef þú biður hann um það. Skínandi góður karakter.

Beggi Dan Gunnarsson
Sköpunarstjóri
Við þorum varla að segja neitt um Begga. Hann er stormsveipur með fallegan heila sem vinnur best í pínulítilli óreiðu. Goðsagnakenndur leitarvélabestari, tónlistarmaður og alhliða markaðsnöttari.

Jóhann Benediktsson
Prince Digital
Jói, einnig þekktur sem Prince Digital, lýsir upp öll herbergi sem hann gengur inn í. Hræðilega yfirvegaður maður sem er alltaf með allt á hreinu. Kosinn best klæddi starfsmaðurinn 2018. Líka súpergóður markaðsmaður og verkefnastjóri.

Reynir Grétarsson
Eigandi og stjórnarmaður
Stofnandi og eigandi Creditinfo Group. Atvinnufjárfestir, lögfræðingur, landakortasafnari og frumkvöðull. Hóf ferilinn með músaveiðum á Blönduósi og byggði svo upp fjármálatæknifyrirtæki sem er með starfsemi í um 30 löndum.

Atli Hólmgrímsson
Machine learning / AI
Sagan segir að Atli hafi notað gervigreind til að búa til pítsuuppskrift með sætum kartöflum, bónda-brie og baunum. Sagan segir líka að það hafi verið ógeðslegt og núna noti Atli hæfileika sína einungis til góðra verka. Eins og að smíða brjálæðislega flotta, nýja kerfið okkar.