Svartigaldur
Hvernig Tröll Expeditions komust á næsta stig með gagnadrifinni Google Ads strategíu
Hvernig Tröll Expeditions komust á næsta stig með gagnadrifinni Google Ads strategíu
Svartigaldur


Nálgun
- Kortleggja núverandi Google Ads nálgun og endurhanna herferðir með áherslu á skilvirkni og mælanlegan árangur
- Tilraunir með mismunandi leitarorðum, textaauglýsingum og efni. Prufanir á ólíkum aðferðum í endurmarkaðssetningu til að hámarka árangur
- Greinum hegðun og áhuga notenda, svo hægt væri að sérsníða skilaboðin að mismunandi markhópum
Markmið
- Kortleggja núverandi Google Ads nálgun og endurhanna herferðir með áherslu á skilvirkni og mælanlegan árangur
- Tilraunir með mismunandi leitarorðum, textaauglýsingum og efni. Prufanir á ólíkum aðferðum í endurmarkaðssetningu til að hámarka árangur
- Greinum hegðun og áhuga notenda, svo hægt væri að sérsníða skilaboðin að mismunandi markhópum
Niðurstöður
- Aðsókn viðskiptavina sýndi að auglýsingarnar endurspegluðu raunverulegar þarfir fólks og auðvelduðu ferðalöngum að finna réttu ferðina
- Með skýrari yfirsýn yfir árangur var auðveldara að sjá hvaða auglýsingar virkuðu vel og sníða markaðsefnið eftir þörfum
- Tröll Expeditions hefur nú traustan grunn fyrir áframhaldandi vöxt, þar sem auglýsingakerfi og herferðir eru sniðnar til þess að aðlagast og skala eftir þörfum
Tröll.is
Tröll.is einnig þekkt sem Tröll Expeditions hóf göngu sína árið 2016 og fór hratt upp vinsældalistann sem eitt af fremstu ferðaþjónustufyrirtækjum Íslands. Með fjölbreytt úrval af dagsferðum, vönduðum jökla- og íshellaferðum og snorkli í Silfru, hefur Tröll fljótt orðið aðal valkostur þeirra sem leita að einstökum upplifunum á Íslandi. Að baki því stendur líflegt teymi leiðsögumanna sem leggur áherslu á öryggi, skemmtun og virðingu fyrir landinu.
Eftir að hafa unnið í nokkur ár að stafrænum markaðsmálum stóð Tröll Expeditions frammi fyrir spurningu sem fleiri fyrirtæki þekkja: „Hvernig getum við stækkað okkar hlutdeild rétt og vel án þess að sóa fjármagni?“ Samkeppnin er mikil í ferðamannageiranum og Tröll vildi nýta sér öfluga markaðssetningu í gegnum Google Ads til að festa sig enn frekar í sessi sem leiðandi fyrirtæki í ævintýraferðum.
Dæmi um tól sem voru notuð








Upphaf samstarfsins
Tröll Expeditions hafði náð undraverðum árangri í gegnum tíðina með metnaðarfullum starfsanda og sterkum tengslum við viðskiptavini. Hins vegar var enn óljóst hvar hægt væri að herða á og hvar ný tækifæri lágu. Það var einmitt þá sem þau leituðu til Svartagaldurs.
Skrefin í átt að vexti
Í upphafi var markmiðið einfalt: að tengja allar helstu mælingar við lykiltólin fyrir upplýstar ákvarðanir, fjöldi af smáum en mikilvægum tilraunum og að endurskilgreina uppsetninguna á herferðum Tröll innan þeirra miðla. Til að brúa bilið byrjuðum við smátt:
- Við prófuðum ólík snið á myndböndum, af efni sem var unnið og fallegum ljósmyndum, til að ná til breiðari markhóps.
- Aðferðafræðin kennd við „Hagakure“ var nýtt til að fækka óþarfa leitarorðum og sameina herferðir. Þetta einfaldar uppbygginguna, eykur skilvirkni og gerir öflugri gervigreind Google kleift að vinna betur fyrir okkur.
- Við styðjumst við reglulegar tilraunir og stöðugar betrumbætur. Ein breyting í einu var metin á skýrum mælikvörðum, svo hægt væri að sjá hvort hún skilaði betri ROI, hagstæðara CPA eða fleiri bókunum.


Mikilvægast af öllu var þó að gefa vélrænu námi (gervigreind) Google nægan tíma til að læra. Allt of algengt er að fyrirtæki misstígi sig með of hröðum breytingum og of fáum gögnum. Við viljum helst sjá þróunina yfir nokkrar vikur eða mánuði, svo hægt sé að taka afgerandi og markviss skref.
Marktækur árangur
Í stað þess að státa okkur af töfrandi prósentutölum getum við sagt að vöxturinn hafi komið smám saman en verið mjög sýnilegur:
- Bókanir tóku stökk yfir háannatímann: Með gagnadrifinni nálgun fékk Tröll fleiri ferðalanga en áður, án þess að setja auglýsingakostnað í skorður
- Skýrari yfirsýn og minni sóun: Allar helstu upplýsingar flæddu beint inn í sameiginlegt mælaborð. Þetta gaf teymi Tröll rauntímayfirsýn yfir þær herferðir sem voru að skila hvað mestu.
- Traustið: Þar sem nú lágu fyrir gagnsæjar upplýsingar um kostnað, bókanir og heildartekjur, sá Tröll Expeditions árangurinn skýrt og örugglega og gat treyst því að þetta væru ekki bara handvaldar tölur á blaði


Hvað lærðum við?
Verkefnið í heild sinni er góð áminning þess að þegar haldið er rétt á spilunum getur Google Ads verið gríðarlega kraftmikið verkfæri, jafnvel á mettuðum markaði. Það krefst hins vegar réttrar nálgunar, góðra mælinga og stöðugrar eftirfylgni. Með því að gefa herferðum tíma, stífar tilraunir og réttar breytingar getur fyrirtæki eins og Tröll Expeditions vaxið jafnt og þétt – í takt við raunverulegar þarfir viðskiptavina sinna.
Af hverju Svartigaldur?
Við teljum okkur búa yfir seiglu, þekkingu og passlegum skammti af vel skipulögðum göldrum sem hafa reynst okkar kúnnum vel í flóknu og erfiðu stafrænu umhverfi. Við vinnum alltaf með gagnsæi að leiðarljósi, sýnum nákvæmlega hvað gengur vel og hvað má betur fara og notum gögn til að koma auga á nýja möguleika fyrir viðskiptavininn. Í tilfelli Tröll Expeditions fólst galdurinn í því að taka lítil skref, eitt í einu, en sjá fljótt marktækan árangur án þess að láta öll eggin í eina körfu.
Ef þitt fyrirtæki er líka á þeim stað að þú sérð tækifæri til vaxtar en veist ekki alveg hvernig á að nýta þau, þá erum við hjá Svartagaldri tilbúin til að hjálpa. Við gætum ekki farið með þig upp á jökla eða snorklað með þér í Silfru – en við getum hjálpað til við að setja upp nákvæma og skalanlega stafræna markaðssetningu sem ýtir þér lengra. Það er jú sú ævintýraferð sem við erum best í að stýra.

















