Náðu yfirnáttúrulegum árangri

Svartigaldur er framúrskarandi markaðs- og tæknifyrirtæki sem þróar hugbúnaðarlausnir í markaðsgeiranum og sér um alhliða markaðssetningu á netinu. Stafræn markaðssetning er framtíðin! Svartigaldur er Google Partner og er með þrjá vottaða Google Ads sérfræðinga.
Smelltu hér til að fylgjast með áhuga erlendra ferðamanna á Íslandi!
skoða verðskrá

Markaðssetning á netinu

Fyrirtæki sem við vinnum með

Starfsfólk Svartagaldurs

Það borgar sig alltaf að tala við reynslumikið fólk þegar kemur að markaðssetningu á netinu. Samanlögð sérfræðiþekking Svartagaldurs nægir til að fylla ólympíska keppnissundlaug.

Teymið

Þór Matthíasson - Þróunarstjóri

Þór Matthíasson

Þróunarstjóri
Þegar kemur að kostuðum auglýsingum á leitarvélum getum við fullyrt að enginn á landinu hafi eins mikla reynslu og Þór. Af einhverjum ástæðum vinnur heili Þórs ekki eins og heilar annars fólks. Google Ads, má líkja við gríðarlega flókinn köngulóarvef sem leiðir fólk á villigötur. Þór er köngulóin sem skilur vefinn. Vottaður Google Ads sérfræðingur.

Beggi Dan Gunnarsson

Framkvæmdastjóri
Við þorum varla að segja neitt um Begga. Hann er stormsveipur með fallegan heila sem vinnur best í pínulítilli óreiðu. Goðsagnakenndur leitarvélabestari, tónlistarmaður og alhliða markaðsnöttari.

Reynir Grétarsson - Eigandi og stjórnarmaður

Reynir Grétarsson

Eigandi og stjórnarmaður
Stofnandi og eigandi Creditinfo Group. Atvinnufjárfestir, lögfræðingur, landakortasafnari og frumkvöðull. Hóf ferilinn með músaveiðum á Blönduósi og byggði svo upp fjármálatæknifyrirtæki sem er með starfsemi í um 30 löndum.

Atli Hólmgrímsson - Machine learning / AI

Atli Hólmgrímsson

Machine learning / AI
Sagan segir að Atli hafi notað gervigreind til að búa til pítsuuppskrift með sætum kartöflum, bónda-brie og baunum. Sagan segir líka að það hafi verið ógeðslegt og núna noti Atli hæfileika sína einungis til góðra verka. Eins og að smíða brjálæðislega flotta, nýja kerfið okkar.

Eydís Ögn Uffadóttir

Eydís Ögn Uffadóttir

Rekstrar- og þjónustustjóri
Sjá einnig: Tæklari, forgangsraðari, yfirböggari, lykiltannhjól. Eydís sér til þess að viðskiptavinir Svartagaldurs séu upplýstir um stöðu mála og allt gangi smurt fyrir sig. Endilega heyrið í henni hvenær sem er sólarhringsins (djók, samt ekki). Það verður einhver hérna að hafa hemil á sköpunarglaða fólkinu og við erum heppin að hún Eydís virðist hafa fæðst umvafin í excel-skjal og elskar að tala við fólk.    

Hvaða galdrar eru þetta?!

Á milli galdurs og vísinda í markaðssetningu liggja slungnir þræðir sem við spinnum fallega saman. Svartigaldur er stafræn markaðsstofa sem sinnir öllum hliðum markaðssetningar á netinu. Við sjáum um auglýsingar á netinu, Facebook auglýsingar og Google auglýsingar. Markaðssetning á samfélagsmiðlum og efnismarkaðssetning eru líka atriði þar sem Svartigaldur skarar fram úr.

PPC-auglýsingar

Svokallaðar “Pay Per Click” auglýsingar (PPC) geta verið auglýsingar á leitarvélum eins og Google og samfélagsmiðlum eins og Facebook og YouTube. Það getur verið mjög flókið að útfæra PPC-herferðir en við hjá Svartagaldri höfum helstu PPC-sérfræðinga landsins. Facebook auglýsingar, Google auglýsingar og almennar auglýsingar á netinu eru okkar ær og kýr.
Nánari upplýsingar

Efnismarkaðssetning (content marketing)

Gott efni (content marketing) á vefnum þínum er algjört lykilatriði. Sérgreinar okkar hjá Svartagaldri eru úttektir og skrif leitarvéla- og söluvæns texta hvort sem það er fyrir blogg, vörulýsingar eða lendingarsíður. Við getum einnig séð um útsendingar fréttabréfa og aðra textavinnu. Efnismarkaðssetning (e. content marketing) er lykillinn að því að finnast í leitarvélunum þegar fólk er að leita að vörum eða þjónustu sem þú býður upp á.
Nánari upplýsingar

Leitarvélabestun – SEO

Eðlilega vilja allir vera “efst á Google” og selja meira. En samkeppnin um besta plássið á leitarvélum er oftar en ekki mjög hörð. Eitt okkar aðalsmerki er gæði leitarvélabestunar, en við kunnum öll brögðin í bókinni, bæði tæknileg smáatriði og efnisleg.
Nánari upplýsingar

Samfélagsmiðlar

Markaðssetning á samfélagsmiðlum er eitt af okkar sérsviðum. Það getur verið mikil vinna að finna skemmtilegt efni fyrir samfélagsmiðla og setja það fram á réttan hátt. Við erum með ýmsar þjónustuleiðir í boði þegar kemur að því að rúlla reglulega út efni á helstu samfélagsmiðla eins og Facebook, Twitter, LinkedIn, Instagram o.fl. Markaðssetning með hjálp áhrifavalda er líka eitthvað sem við aðstoðum þig með.
Nánari upplýsingar

Vefsíðugerð / vefhönnun

Það þýðir lítið að ráðstafa peningum fyrirtækis í markaðssetningu á netinu ef vefurinn er illa framsettur eða lélegur. Það er vissulega hægt að kaupa auglýsingar og beina fólki inn á vefinn en ef fólk finnur ekki það sem það leitar að, vefurinn er hægur og svo framvegis, þá staldrar það ekki lengi við. 

Við gerum nýja vefi frá grunni og getum í mörgum tilfellum líka flikkað upp á eldri vefi. Að sjálfsögðu vinnum við alla vefi út frá nýjustu stefnum og straumum í leitarvélabestun. Við pössum sérstaklega upp á að nýir vefir missi ekki sýnileika og umferð frá gömlu vefslóðunum.
Nánari upplýsingar

Markaðsráðgjöf og stafræn stefnumótun

Vantar þig einhvern til að leiða stefnumótunarfund í markaðssetningu á netinu? Halda fyrirlestur? Við erum með rétta fólkið í það. Við veitum markaðsráðgjöf varðandi allt sem tengist markaðssetningu á netinu. Við rýnum í gögn til að skoða hvað virkar og hvað virkar ekki, getum farið yfir strategíu heildrænt, gert ýmiskonar úttektir á vefjum, ferlum, herferðum og fleiru. Ráðgjafar okkar eru margir hverjir vinsælir fyrirlesarar sem elska að ausa úr viskubrunninum.
Nánari upplýsingar

Orðsporsgæsla og krísuvöktun á netinu

Stjórnendur vilja í auknum mæli fylgjast með orðspori og umræðu á netinu um fyrirtæki og stofnanir. Þegar umræða á netinu fer á flug skiptir sköpum fyrir fyrirtæki að koma auga á hana sem fyrst og geta gripið inn í ef þess þarf. Svartigaldur hjálpar til við að vakta vörumerki, tekur virkan þátt í krísustjórnun með stjórnendum og hefur tæki og tól til að fylgjast með útbreiðslu frétta, umræðu á samfélagsmiðlum og fleiri atriðum sem skipa máli í þessu samhengi.
Nánari upplýsingar