Náðu yfirnáttúrulegum árangri

Svartigaldur er framúrskarandi markaðs- og tæknifyrirtæki sem þróar hugbúnaðarlausnir í markaðsgeiranum og sér um alhliða markaðssetningu á netinu. Stafræn markaðssetning er framtíðin! Svartigaldur er Google Partner og er með þrjá vottaða Google Ads sérfræðinga.

Markaðssetning á netinu

Starfsfólk Svartagaldurs

Það borgar sig alltaf að tala við reynslumikið fólk þegar kemur að markaðssetningu á netinu. Samanlögð sérfræðiþekking Svartagaldurs nægir til að fylla ólympíska keppnissundlaug.

Teymið

Lilja Þorsteinsdóttir

Lilja Þorsteinsdóttir

Framkvæmdastjóri
Lilja er með ómeðhöndlað ofnæmi fyrir veseni. Hún er sönnun þess að rauðhært fólk er með öllu sálarlaust en bætir það upp með þekkingu og reynslu af rekstri nýsköpunarfyrirtækja og einstökum hæfileikum í að skilja hvers konar efni leitarvélar elska. Er svona gerari.

Máté Molnár - PPC-sérfræðingur

Máté Molnár

PPC-sérfræðingur
Ungverska undrabarnið sem kom til Íslands fyrir 10 árum síðan og neitar sem betur fer að fara heim aftur. Máté er óþolandi klár í öllu, hvort sem það eru auglýsingar á netinu, blómaræktun eða viðskipti. Svo er hann bara frábær náungi. Allur pakkinn. Vottaður Google Ads sérfræðingur.

Þór Matthíasson - Þróunarstjóri

Þór Matthíasson

Þróunarstjóri
Þegar kemur að kostuðum auglýsingum á leitarvélum getum við fullyrt að enginn á landinu hafi eins mikla reynslu og Þór. Af einhverjum ástæðum vinnur heili Þórs ekki eins og heilar annars fólks. Google Ads, má líkja við gríðarlega flókinn köngulóarvef sem leiðir fólk á villigötur. Þór er köngulóin sem skilur vefinn. Vottaður Google Ads sérfræðingur.

Diemut Haberbusch - Leitarvélar (SEO) og verkefnastjóri

Diemut Haberbusch

Leitarvélar (SEO) / verkefnastjóri
Einn reynslumesti starfsmaður Svartagaldurs. Diemut er búin að vera að spá í því hvernig maður kemst efst á blað í leitarvélum áður en Google varð til og fólk vafraði um í Netscape Navigator. Hún er ein skipulagðasta kona landsins og sér þess vegna líka um verkefnastjórnun. Vottaður Google Ads sérfræðingur.

Hreiðar Smári Marinósson - samfélagsmiðlastjóri

Hreiðar Smári Marinósson

Samfélagsmiðlastjóri
Það er ólíklegt að maður finni neinn á landinu sem hefur grúskað og unnið eins mikið í Facebook Business Manager og Hreiðar. Hann gerir ekki bara eitursnjallar og útpældar auglýsingar á flestöllum samfélagsmiðlum heldur kemur hann líka og hjálpar þér að flytja ef þú biður hann um það. Skínandi góður karakter.

Beggi Dan Gunnarsson - Sköpunarstjóri

Beggi Dan Gunnarsson

Sköpunarstjóri
Við þorum varla að segja neitt um Begga. Hann er stormsveipur með fallegan heila sem vinnur best í pínulítilli óreiðu. Goðsagnakenndur leitarvélabestari, tónlistarmaður og alhliða markaðsnöttari.

Jóhann Benediktsson - Ráðgjafi

Jóhann Benediktsson

Prince Digital
Jói, einnig þekktur sem Prince Digital, lýsir upp öll herbergi sem hann gengur inn í. Hræðilega yfirvegaður maður sem er alltaf með allt á hreinu. Kosinn best klæddi starfsmaðurinn 2018. Líka súpergóður markaðsmaður og verkefnastjóri.

Reynir Grétarsson - Eigandi og stjórnarmaður

Reynir Grétarsson

Eigandi og stjórnarmaður
Stofnandi og eigandi Creditinfo Group. Atvinnufjárfestir, lögfræðingur, landakortasafnari og frumkvöðull. Hóf ferilinn með músaveiðum á Blönduósi og byggði svo upp fjármálatæknifyrirtæki sem er með starfsemi í um 30 löndum.

Atli Hólmgrímsson - Machine learning / AI

Atli Hólmgrímsson

Machine learning / AI
Sagan segir að Atli hafi notað gervigreind til að búa til pítsuuppskrift með sætum kartöflum, bónda-brie og baunum. Sagan segir líka að það hafi verið ógeðslegt og núna noti Atli hæfileika sína einungis til góðra verka. Eins og að smíða brjálæðislega flotta, nýja kerfið okkar.

Arnfinnur Rúnar Sigmundsson

Hreyfimyndahönnuður
Addi datt í hæfileikapottinn þegar hann var ungur. Hann blæs nýju lífi í eldra myndefni eða teiknar það frá grunni, enda einstakur listamaður. Hann datt líka í lukkupottinn þegar hann kom til Svartagaldurs, eða öfugt? Öllum þykir vænt um Adda því hann er með svo þægilega nærveru. 

Hvaða galdrar eru þetta?!

Á milli galdurs og vísinda í markaðssetningu liggja slungnir þræðir sem við spinnum fallega saman. Svartigaldur er stafræn markaðsstofa sem sinnir öllum hliðum markaðssetningar á netinu. Við sjáum um auglýsingar á netinu, Facebook auglýsingar og Google auglýsingar. Markaðssetning á samfélagsmiðlum og efnismarkaðssetning eru líka atriði þar sem Svartigaldur skarar fram úr.

PPC-auglýsingar

Svokallaðar “Pay Per Click” auglýsingar (PPC) geta verið auglýsingar á leitarvélum eins og Google og samfélagsmiðlum eins og Facebook og YouTube. Það getur verið mjög flókið að útfæra PPC-herferðir en við hjá Svartagaldri höfum helstu PPC-sérfræðinga landsins. Facebook auglýsingar, Google auglýsingar og almennar auglýsingar á netinu eru okkar ær og kýr.
Nánari upplýsingar

Efnismarkaðssetning (content marketing)

Gott efni (content marketing) á vefnum þínum er algjört lykilatriði. Sérgreinar okkar hjá Svartagaldri eru úttektir og skrif leitarvéla- og söluvæns texta hvort sem það er fyrir blogg, vörulýsingar eða lendingarsíður. Við getum einnig séð um útsendingar fréttabréfa og aðra textavinnu. Efnismarkaðssetning (e. content marketing) er lykillinn að því að finnast í leitarvélunum þegar fólk er að leita að vörum eða þjónustu sem þú býður upp á.
Nánari upplýsingar

Leitarvélabestun – SEO

Eðlilega vilja allir vera “efst á Google” og selja meira. En samkeppnin um besta plássið á leitarvélum er oftar en ekki mjög hörð. Eitt okkar aðalsmerki er gæði leitarvélabestunar, en við kunnum öll brögðin í bókinni, bæði tæknileg smáatriði og efnisleg.
Nánari upplýsingar

Samfélagsmiðlar

Markaðssetning á samfélagsmiðlum er eitt af okkar sérsviðum. Það getur verið mikil vinna að finna skemmtilegt efni fyrir samfélagsmiðla og setja það fram á réttan hátt. Við erum með ýmsar þjónustuleiðir í boði þegar kemur að því að rúlla reglulega út efni á helstu samfélagsmiðla eins og Facebook, Twitter, LinkedIn, Instagram o.fl. Markaðssetning með hjálp áhrifavalda er líka eitthvað sem við aðstoðum þig með.
Nánari upplýsingar