Svartigaldur

Undirvísitölur neysluverðs í júní

Greinileg aukning í kostnaði á ýmsum vörum og neysluliðum hefur átt sér stað á síðastliðnum mánuðum. Hér fyrir neðan rýnum við í nokkrar hækkanir, t.d. á flugferðum og pakkaferðum til útlanda og tóbaksverði.
Picture of Thor Matthiasson

Thor Matthiasson

Greinileg aukning í kostnaði á ýmsum vörum og neysluliðum hefur átt sér stað á síðastliðnum mánuðum. Hér fyrir neðan rýnum við í nokkrar hækkanir, t.d. á flugferðum og pakkaferðum til útlanda og tóbaksverði.

Pakkaferðir frá Íslandi

Þó ferðalög séu eitt af því sem veitir okkur hvað mest gleði eru þau oft mjög kostnaðarsöm. Gögnin sem við höfum aðgang að sýna að verðið á pakkaferðum frá Íslandi hefur hækkað yfir 9% (9.1%) á milli ára, sem er ágætis hækkun. Það sem er þó enn merkilegra er að rigningarveðrið í júní hefur haft það mikil áhrif á landann að fjöldi fólks hefur sóst í pakkaferðir til útlanda. Það leiddi til hvorki meira né minna en 4% (4.4%) hækkun á milli mánaða.

Flug frá Íslandi

Verð á flugi er einn af þeim þáttum sem hefur einnig sýnt marktæka hækkun. Það hefur hækkað um 6% á milli mánaða sem er tiltölulega hátt, sérstaklega fyrir þá sem ferðast mikið eða áætla að ferðast yfir sumarið. Þegar við skoðum ársþróunina er hækkunin ennþá dramatískari, með yfir 22% hækkun á milli ára sem má væntanlega rekja til verðbólgunarinnar.

Tóbaksverð á Íslandi

Annar neysluliður Íslendinga sem hefur hækkað umtalsvert í júní er tóbak, eða um 13% hækkun á milli ára. Hækkunin í júní milli mánaða var rúmlega 3% (2.7%).

Ef við skoðum síðustu ár hefur ekki verið nein uppsveifla í júní þannig þetta þykir áhugavert að sjá og spurning hvað veldur þessari hækkun.

Við höldum áfram að fylgjast með þróun mála og gerum okkar besta til að upplýsa lesendur okkar um nýjustu breytingar.

Gögn fengin frá Hagstofunni.

Markaðurinn

9 Jun 2023

Breytt staða Google Ads í nýju persónuverndarlandslaginu

Leitarvélabestun (SEO), SEO

5 May 2023

Fyrsta skrefið í leitarvélabestun: leitarorðagreining

Leitarvélabestun (SEO), Markaðssetning

5 May 2023

Ekki skrá ömurleg lén (í alvörunni!)

Hellingur af undirsíðum!....bráðum.

info(at)svartigaldur.is
419 8900
eða smelltu hér

Lágmúli 9
108 Reykjavík
460718-0900

Þetta er glænýr vefur & okkur vonar að þér líki vel við hann! Hann er þó enn í vinnslu og við vinnum hörðum höndum að koma honum í loftið.

Hellingur af undirsíðum!....bráðum.

info(at)svartigaldur.is

419 8900

Lágmúli 9

108 Reykjavík

460718-0900

Þetta er glænýr vefur & okkur vonar að þér líki vel við hann! Hann er þó enn í vinnslu og við vinnum hörðum höndum að koma honum í loftið.