Svartigaldur

Ekki skrá ömurleg lén (í alvörunni!)

Picture of Lilja Þorsteinsdóttir

Lilja Þorsteinsdóttir

Ég þekki það mjög vel að eiga í vandræðum með að velja lén. Það er jú að mjög mörgu að huga og mikilvægt að vanda valið. Ég hef séð fólk kaupa lén í fljótfærni og lenda í vandræðum með þau seinna þannig að ég mæli sterklega með því að fólk gefi sér smá umhugsunartíma og fái álit utanaðkomandi.

Ekki kaupa ömurleg lén
Að kaupa gott lén er pínu eins og þessi mynd: ruglingslegt og þú veist ekki hvert þú átt að horfa.

Hvar kaupir fólk lén?

Ef þú vilt finna erlent lén er gott að nota leitarvélar eins og Domain.com en þú vilt íslenskt .is lén skaltu kíkja inn á Isnic.is og athuga hvað er á lausu.

Hvernig á að finna fullkomna lénið?

Í fyrsta lagi: Hver er tilgangurinn með léninu? Ætlarðu að setja upp vefverslun? Blogga um páfagauka? Stofna stjórnmálaflokk?

Þegar það er komið á hreint þarftu að spyrja þig fleiri spurninga. Ef þú ert að setja upp vefverslun þarftu að vita hvort þú ætlir að selja eina vöru eða margar, hvort þú seljir á Íslandi eða um allan heim, og svo framvegis. Ef þú ætlar að blogga, viltu hafa lénið eitthvað tengt nafninu þínu eða viðfangsefninu?

Þú skalt eyða dálitlum tíma í að kortleggja hvernig vefurinn á að vera og hugsaðu líka um hvar þú sérð hann fyrir þér eftir 3-5 ár. Verður vefurinn bara tímabundið á netinu eða til frambúðar?

Allar þessa spurningar hjálpa þér að njörva niður hvers konar lén þú átt að fá þér, því þegar þú veist svarið við þeim, þá veistu hvort tillögurnar þínar passa vel eða ekki.

Hugsaðu vel hvort sé betra að hafa lénið víðtækt eða sértækt

Segjum að þú ætlir að blogga um páfagauka, viltu hafa lénið sértækt fyrir eina tegund eins og www.africangrey.is, viltu hafa það víðtækara fyrir www.pafagaukar.is eða sérðu kannski fyrir þér að eftir þrjú ár munir þú færa út kvíarnar og blogga um allskonar fugla, og vilt þá taka www.flottirfuglar.is?

Það er mjög leiðinlegt að kaupa sértækt lén fyrir t.d. eina vöru eða þjónustu og fatta svo nokkru seinna að þú vilt bæta við fleiri vörum eða þjónustu og þá hljómar upprunalega lénið ekki rétt.

Taktu góða hugarflugsstund í einrúmi eða með öðrum og skrifaðu niður nokkrar hugmyndir að lénum. Kannaðu hvort lénin séu á lausu og farðu svo vel yfir tillögurnar.

african grey páfagaukur
African grey páfagaukur. Flottur fugl, vissulega.

Get ég ekki bara skipt um lén fyrir vefinn seinna?

Jú, þú getur auðvitað gert það. En hafðu í huga að staða lénsins í leitarvélunum getur versnað við flutninginn, jafnvel þótt þú gerir allt 100% tæknilega rétt varðandi flutning umferðar á nýja vefinn (e. redirects). Og hafðu enn frekar í huga að ef þú klúðrar flutningnum á einhvern hátt tæknilega að þá í versta falli lendir vefurinn þinn algjörlega á byrjunarreit í leitarvélunum.

Ég hef því miður séð ævintýralega slæm mistök eiga sér stað í svona flutningum (og eins þegar verið er að gera breytingar á vefjum) og fyrirtæki missa niður tekjur eftir að hafa nánast horfið úr leitarvélunum. Stundum er hægt að bjarga málunum en stundum ekki.

authority er ómetanlegt
Hér má sjá gott authority leka í burtu frá vefnum þínum eftir tæknilegt klúður.

Skiptir nafnið á léninu máli fyrir stöðu vefsins í leitarvélum?

Einu sinni skipti það talsverðu máli en ekki lengur. Þá kepptist fólk við að skrá lén með helstu leitarorðunum sínum í, því þau fengu smá forskot í leitarvélum.

Síðan þá hafa reiknireglur leitarvélanna þróast talsvert. Það má segja að í dag sé þetta úreld aðferð við að ná forskoti. Samkvæmt nýjustu upplýsingum eiga öll lén jafnmikla möguleika á að ná góðri stöðu í leitarvélum.

Það sem skiptir mestu máli er að setja inn gott efni, hafa gott skipulag á vefnum, tæknileg atriði á hreinu, o.s.frv. Ekki endilega að troða leitarorðum í lénið.

Á að kaupa .is eða .com eða jafnvel eitthvað annað?

Þumalputtareglan er sú að ef orðið/orðin í léninu er íslenskt, þá er fagmannlegra að kaupa .is, semsagt: islensktord.is en ekki islensktord.com. En ef fyrirtækið eða varan heitir erlendu nafni og er staðsett á íslandi eða eingöngu seld á Íslandi mæli ég með að kaupa .is.

Ef fyrirtækið eða varan er seld um allan heim þá mæli ég með .com. Það er alltaf hægt að bæta vð “local” subdomain eða subfolder eins og iceland.vorunafn.com / vorunafn.com/iceland eða canada.vorunafn.com / vorunafn.com/canada. Hvort subdomain eða subfolder sé betra er svo alveg annar nördapakki út af fyrir sig og efni í aðra færslu.

subdomain eða subfolder það er spurningin
“Segðu mér meira um subdomain og subfolder” Nei.

Einu sinni var mál málanna að vera með .com lén upp á leitarvélabestun að gera en það má segja að séu úreld vísindi núna. Endingin á léninu hefur ekki afgerandi áhrif á stöðu þess í leitarvélunum. En hafðu í huga að endingarnar eru misjafnlega traustvekjandi í hugum fólks.

Ég er með mörg vörumerki eða mismunandi starfsemi, á ég að kaupa mörg lén?

Það er vandasamt og dýrt að byggja marga vefi og halda þeim við. Það er líka ólíklegt að þú náir að byggja upp gott “authority” (ég er opin fyrir hugmyndum að þýðingu) á alla vefina. Því verða þeir aldrei eins öflugir og einn stærri vefur.

Ég mæli frekar með því að vera með eitthvað regnhlífarheiti og nota subdomain eða subfolder eins og ég nefndi hér að ofan fyrir hvert vörumerki. Til dæmis til að aðskilja B2C og B2B vefi svo fólk sé ekki að villast á milli svæðanna.

Hvað ef að lénið sem ég vil kaupa er ekki laust?

Þú getur alltaf haft samband við eigandann og reynt að kaupa það. Margir eiga skráð lén með enga virkni og gætu vel hugsað sér að láta þau af hendi fyrir smá pening.

Almennir punktar og ráð

  • Kauptu lén sem hljómar fallega og fagmannlega. Ef þú finnur ekkert við hæfi, leitaðu betur áður en þú skráir til dæmis www.Ic3land1sH0t4u.com fyrir ferðaþjónustufyrirtækið þitt.
  • Kannaðu vel hvort sé nokkuð stafsetningarvillur í léninu. Í alvörunni.
  • Kannaðu hvort þú sért nokkuð að kaupa lén með orði sem er skrásett vörumerki. Kíktu inn á vef Einkaleyfastofu og leitaðu þar, eða í erlendum gagnagrunnum. Það er líka gott að kíkja í fyrirtækjaskrá og sjá hvort eitthvað sé skráð þar með sama heiti.
  • Ekki láta fæla þig frá þótt þú þurfir að kaupa lén án séríslenskra stafa, t.d. www.lenfyrirfyrirtaekidmitt.is. Þú getur alltaf keypt lénið með séríslensku stöfunum hjá Isnic, www.lénfyrirfyrirtækiðmitt.is. Svo geturðu beint umferð um annað hvort lénið yfir á hitt.
  • Mundu að það skiptir öllu máli hvað þú gerir svo við síðuna. Lénið eða endingin á því hefur ekki úrslitaáhrif, heldur efnið á vefnum, skipulagið, tæknileg atriði og fleira.
  • Skoðaðu þig um á vefnum okkar. Ef þig vantar aðstoð, heyrðu í okkur!
lén eru frábær
Ekki kaupa ömurleg lén. Í alvörunni!

Markaðurinn

12 Jul 2023

Undirvísitölur neysluverðs í júní

Markaðurinn

9 Jun 2023

Breytt staða Google Ads í nýju persónuverndarlandslaginu

Leitarvélabestun (SEO), SEO

5 May 2023

Fyrsta skrefið í leitarvélabestun: leitarorðagreining

Hellingur af undirsíðum!....bráðum.

info(at)svartigaldur.is
419 8900
eða smelltu hér

Lágmúli 9
108 Reykjavík
460718-0900

Þetta er glænýr vefur & okkur vonar að þér líki vel við hann! Hann er þó enn í vinnslu og við vinnum hörðum höndum að koma honum í loftið.

Hellingur af undirsíðum!....bráðum.

info(at)svartigaldur.is

419 8900

Lágmúli 9

108 Reykjavík

460718-0900

Þetta er glænýr vefur & okkur vonar að þér líki vel við hann! Hann er þó enn í vinnslu og við vinnum hörðum höndum að koma honum í loftið.