Svartigaldur
Fjártæknilausn fer flug þegar skýr stefnumótun skilaði margföldum vexti
Hvernig rótgróiðíslenskt fyrirtæki
nýtir nútímalegarstafrænar lausnir
Svartigaldur

Hvernig markviss endurmarkaðssetning efldi áskriftarþjónustu
Að ná árangri í stafrænni markaðssetningu snýst ekki bara um flottar auglýsingar eða háleit markmið. Mikilvægast er að hafa skýra sýn á hver stefnan sé, hvað við ætlum að gera til að komast þangað og síðast en ekki síst, hvernig við gerum árangurinn mælanlegan. Hér er sagan um það hvernig við hjá Svartigaldri unnum með Aurbjörgu að nýju útliti og ímynd vörumerkis þeirra og vitund á nýjum og spennandi fjármálalausnum.
Dæmi um tól sem voru notuð




Aurbjörg – betra fjármálalæsi fyrir alla
Aurbjörg er íslenskt fjártæknifyrirtæki sem hefur um tíma verið þekkt fyrir samanburð á helstu fjármálaþjónustu og vörum tengdum fjármálum heimilisins. Fyrirtækið hefur stöðugt bætt við fjármálalausnum sem efla fjármálavitund og styðja við upplýstari ákvarðanir í fjármálum heimilanna.
Nýtt vörumerki Aurbjargar endurspeglar nú enn betur það virði sem fyrirtækið veitir notendum sínum. Uppfærða útlitið er faglegra og skýrara, með aukna áherslu á gagnsæi og upplýsandi framsetningu – sem skilaði sér í notendavænni og öflugri heimasíðu. Ásamt því fór vinna í að þróa markaðsefni sem nær betur til almennings og skýrum og vel útskýrðum ávinning viðskiptavina.
Til viðbótar við breytt vörumerki hefur Aurbjörg kynnt nýjar vörur sem veita stöðugt virði fyrir viðskiptavini, en umbreytingin snerist ekki eingöngu um nýtt útlit heldur einnig um að fræða notendur um nýjar fjármálalausnir. Sem dæmi má nefna Lánskjaravaktina sem vaktar húsnæðislánamarkaðinn og ber saman kjör lána við önnur lán á markaðnum, ásamt Eignavaktinni sem tengir greiðslumat notenda við fasteignaleitir og sýnir hvaða eignir eru innan þeirra fjárhagslegu stöðu. Með þessum lausnum vonast Aurbjörg til að auka fjármálavitund almennings og bjóða upp á notendavænar og upplýsandi vörur.
Fyrir hvað stóðum við?
Aðkoma Svartagaldurs fólst í tveimur kjarnahlutum. Annars vegar vildum við kynna til leiks nýtt útlit og allar endurbætur á vörumerkinu, svo sem uppfærða heimasíðu og nýjar vörur. Hins vegar þurftum við að sýna fram á virði þjónustunnar þannig að fólk væri tilbúið að gerast áskrifendur.
Á sama tíma vissum við að stór hluti landsmanna hafði þegar heyrt af Aurbjörgu. Fyrra útlit og þjónusta var nokkuð vel þekkt en fólk gerði sér kannski ekki grein fyrir því hversu öflug og víðtæk þjónustan væri orðin. Við stóðum þannig frammi fyrir áskoruninni að hrífa bæði nýja notendur sem og „gamla“, með skýrum, ferskum og persónulegum skilaboðum.
Nálgun Svartagaldurs
Við byrjuðum á að kortleggja stöðuna: Hvernig var núverandi umferð á vef Aurbjargar? Hvar í ferlinu duttu notendur út? Hvaða tegundir birtinga höfðu skilað árangri áður? Með því að kafa djúpt í gögnin (t.d. Google Ads, Analytics, o.fl.) gátum við séð bæði styrkleika og veikleika í fyrra markaðsstarfi.
Næst unnum við náið með teyminu hjá Aurbjörgu að gerð nýs myndefnis sem endurspeglaði nútímalegt útlit og nýja nálgun fyrirtækisins. Samhliða var farið í herferðir sem höfðu tvíþætt markmið:
- Auka vörumerkjavitund: Birta myndbönd og auglýsingar sem kynntu nýja útlitið og útskýrðu virði og ávinning vara Aurbjargar.
- Hvetja til áskriftar: Fjöldi tilrauna á birtingum með skýru CTA (Call to Action) – t.d. „Ertu með góða yfirsýn yfir fjármálin þín?“, „Er þitt lán besta lánið?“ eða „Hvers virði er eignin þín?“
Allt byggði á vönduðum mælingum. Við vildum ekki fylgjast eingöngu með birtingarfjölda eða smellum. Þess í stað fylgdumst við með því hversu margir kláruðu raunverulega skráningu í áskrift og hvernig notendur notuðu vöruna eftir að þeir komu í áskrift.
Bein áhrif og árangur
Eftir að nýju herferðirnar fóru í loftið sáum við marktækan vöxt í fjölda áskrifta, bæði í mánaðarlegu og árlegu áskriftarformi. Við tókum sérstaklega eftir því að notendur dvöldu lengur á vefsíðunni sem gaf til kynna aukinn áhuga, bætt vefsíðuviðmót og betra samband við vörumerkið. Á sama tíma fjölgaði nýjum notendum, sem sýndi að boðskapurinn náði til fólks sem áður hafði ekki kynnt sér Aurbjörgu.
Þetta var ekki bara skammtímaaukning sem um var að ræða. Við sáum að notendur voru líklegri til að prófa nýjar þjónustur, eins og Lánskjaravaktina, og ennfremur að þeir mæltu með henni við aðra. Í stafrænum heimi skiptir upplifun fólks á þjónustu og vörumerki miklu máli og jákvæð reynsla spurðist hratt út.
Lærdómur og næstu skref
Vel samstillt vinnulag skilar sér þegar markmiðin eru skýr og gögnin notuð til að fínstilla nálgunina. Þó að fallegar auglýsingar skipti máli er árangurinn ekki metinn út frá því einu – heldur því hvernig við tengjumst fólki og leysum þeirra raunverulegu vandamál. Hjá Aurbjörgu snýst þetta um að einfalda fólk lífið sem er að leita að betri tækifærum og kjörum í fjármálum heimilisins, hvort sem það snýr að betri lánakjörum, sparnaðar reikningum, rafmangi og fleiru.
Svartigaldur mun halda áfram að þróa nýjar leiðir til að ná til ólíkra hópa fyrir Aurbjörgu. Sumum vantar ef til vill einn snöggan útreikning fyrir húsnæðislánið, á meðan aðrir vilja nánast daglegar uppfærslur á lánakjörum og vísitölum. Með skýrum mælingum og viðbragðsfljótu teymi beggja vegna erum við þess fullviss að árangurinn heldur áfram að aukast.
Niðurstaða
Árangurssaga Svartagaldurs og Aurbjargar sýnir hvernig markviss og gagnadrifin þróun vörumerkis getur eflt bæði vitund og traust meðal nýrra notenda sem og þeirra sem töldu sig þegar þekkja þjónustuna. Með öflugu samstarfi, skýrum markmiðum og mikilli áherslu á að mæla árangur sem skiptir raunverulegu máli tókst að lyfta Aurbjörgu upp á næsta stig.
Ef þú ert í svipuðum sporum og ert með þjónustu sem þarfnast endurnýjunar gætu vinnubrögðin hér gefið þér innsýn í það hvað þurfi til að ná raunverulegum og varanlegum árangri. Að lokum snýst þetta alltaf um að hlusta á notendur, nýta gögnin á réttan hátt og skipuleggja auglýsingarnar út frá þeim skýru markmiðum sem þú setur þér. Þá ertu á góðri leið með að skapa sögu sem er skemmtileg að segja frá – og skilar sér í auknum vexti.

















