Auglýsingar á leitarvélum og leitarvélabestun

Hvaða galdrar eru þetta?!

Markaðssetning á internetinu! Á milli galdurs og vísinda í markaðssetningu liggja slungnir þræðir sem við spinnum fallega saman. Svartigaldur er stafræn markaðsstofa sem sinnir öllum hliðum markaðssetningar á netinu. Við tökum yfirleitt alfarið yfir verkefni sem snúa að stafrænni markaðssetningu hjá fyrirtækjunum sem við vinnum fyrir. Svartigaldur sérhæfir sig í auglýsingabirtingum (PPC) á leitarvélum og samfélagsmiðlum, leitarvélabestun (SEO) og efnismarkaðssetningu (e. content marketing).
Almennileg markaðssetning á internetinu er ekki á allra færi og við mælum sterklega með því að heyra í sérfræðingum áður en þú heldur af stað.