Verðskrá Svartagaldurs

Viðskiptavinir Svartagaldurs eru flestir meðalstór og stór fyrirtæki, innlend eða alþjóðleg. 

Verð fyrir herferðir á leitarvélum og samfélagsmiðlum:

Mánaðarlegt verð er yfirleitt hlutfall af birtingakostnaði en þó að lágmarki 200.000 kr. + vsk. 

Ef fyrirtæki eru t.d. að borga 2.000.000 kr. á mánuði til miðlanna (Google og Facebook eru algengastir) þá er hefðin sú að markaðsstofur eins og Svartigaldur rukki 10-20% af því, sem er þá 200.000 – 400.000. Hlutfallið veltur á birtingaupphæðinni, fjölda markaðssvæða, herferða og fleiri atriðum sem við metum áður en við gerum tilboð. 

Mánaðarlegt gjald er yfirleitt ekki undir 200.000 kr. þar sem það fer alltaf tími í ákveðna grunnvinnu og utanumhald, sama hvert birtingaféð er. Fyrirkomulagið hentar yfirleitt ekki smærri fyrirtækjum. 

Þetta fyrirkomulag hefur gefið góða raun og er langalgengasta fyrirkomulagið hjá markaðsstofum um allan heim.

Fyrir leitarvélabestun

Verð fyrir leitarvélabestun er yfirleitt ekki reiknað á mánaðargrundvelli eins og herferðir heldur gerum við tilboð í hvert verkefni fyrir sig. Algengt verð er 500.000 – 2.500.000 kr en það veltur algjörlega á stærð vefsvæðisins, hversu margar síður þarf að besta, í hvaða kerfi vefurinn er og mörgum fleiri þáttum. 

Oftast er leitarvélabestun unnin nokkuð hratt í upphafi en eftirfylgni er í nokkra mánuði og er innifalin í verðinu.

Fyrir aðra þjónustu

Verð fyrir annað eins og orðsporgæslu, hugmynda- og stefnumótunarvinnu og fleira er eftir samkomulagi.